Endurgjöf til árangurs

Endurgjöf til árangurs


Endurgjöf er stór hluti af starfi stjórnenda og mjög mikilvægt verkfæri þegar kemur að stjórnun starfsmanna. Til þess að endurgjöf beri þann árangur sem óskað er eftir þarf hún að vera framkvæmd á ákveðinn hátt með ákveðnum skilyrðum í ákveðnum aðstæðum.

Á þessu námskeiði er farið með mjög nákvæmum hætti yfir það hvernig gefa á árangursríka endurgjöf, hvaða þættir skipta máli og hvernig mega stuðla að vinnustað þar sem endurgjöf er hluti af þeirri menningu sem er til staðar.

Mögulegur ávinningur:

  • Markviss endurgjöf
  • Meiri árangur stjórnenda og betri frammistaða starfsmanna
  • Ánægðara starfsfólk
  • Færari stjórnendur
  • Bætt samskipti stjórnenda og starfsmanna


Kennsluaðferðir

  • Fyrirlestur
  • Umræður
  • Æfingar
  • Hlutverkaleikur
  • Virk þáttaka

pesquisa-satisfacao

Lengd: Námskeiðið er 4 – 8 klst. að lengd (einnig hægt að fá sem hluta af öðru námskeiði)

Leiðbeinendur. Jóhanna Ella Jónsdóttir, sálfræðingur og Guðlaugur Örn Hauksson viðskiptafræðingur og ráðgjafar hjá Hugtak mannauðsráðgjöf.