Vinnutengd streita

Einelti á vinnustað

 

Áhættumat - forvarnir- útttekt - inngrip - fræðsla

Vinnuverndarlög (sjá hér) og reglugerð um einelti á vinnustað( sjá hér ) kveða á um að hlúð sé að líkamlegri og andlegri heilsu starfmanna, það er þeirra réttur. Það er því mikilvægt fyrir vinnustaði að hafa mjög skýra sýn í samskipamálum milli starfsmanna og marka sér eineltisstefnu.

Til að stefna í rétta átt þarf að huga að forvörnum, úrræðum og viðbrögðum þegar kemur að einelti og eineltismálum.

Forvarnir eiga að sjá til þess að viðhorf vinnustaðarins séu þess eðils að einelti sé ekki liðið og starfsmenn viti hvaða hegðun er æskileg, hvaða hegðun er óæskileg og hvaða hegðun flokkast undir einelti. Úrræði fyrir fórnarlömb eineltis þurfa að vera til staðar svo þau leiti sér aðstoðar ef upp koma mál og viðbrögð vinnustaðar eiga að vera þess eðlis að tekið sé faglega og með sanngjörnum hætti á slíkum málum.


Oft er óvíst hvort um samskiptavanda eða eineltismál er að ræða og ber þá að fá hlutlausan aðila til að gera úttekt.

Hugtak  tekur að sér að gera slíkar úttektir fyrir vinnustaði.

Hugtak býður einnig upp á fræðslu um einelti á vinnustað bæði í  forvarnarskyni og eftir að eineltismál hafa komið upp. Fræðslan er með tvennum hætti, fyrir stjórnendur og fyrir starfsfólk. Fræðslan er sniðin eftir þörfum fyrirtækja/stofnana að hverju sinni. Farið er í málefni eins og:

  • samvinnu starfsmanna
  • algeng vandamál á vinnustað
  • orsakir samskiptavanda og viðbrögð
  • skilgreiningar á einelti og lagalegt umhverfi
  • áhættumat,  helstu viðbrögð og afleiðingar

Fine-line-of-bullying
Frekari upplýsingar veitir Jóhanna Ella sálfræðingur:  johanna.ella(hja)hugtak.is