Forsíða

Erfið starfsmannamál

 

Hjá Hugtaki starfar löggiltur sálfræðingur (vinnusálfræðingur) sem getur veitt ýmsa ráðgjöf til vinnustaða, einstakra starfsmanna og stjórnenda. Ýmis vandamál geta komið upp á vinnustöðum og getur því verið gott að hafa sálfræðing innan handar til að bregðast við því og veita ráðgjöf varðandi erfið starfsmannamál. 

 

Ýmiskonar vandi getur komið fram

- Persónuleg vandamál starfsmanna sem hafa áhrif á starfið og vinnustaðinn

- Ófullnægjandi frammistaða 

- Að færa slæm tíðindi 

- Áföll innan vinnustaðar

- Eftir slys eða næstum því slys

- Eineltismál eða önnur erfið starfsmannamál

- Ágreiningur milli starfsmanna 

- Líkleg kulnun í starfi

- Vinnutengd streita starfsmanna eða stjórnenda

- Grunur um vímuefnanotkun

- Lágt sjálfsmat, óöryggi eða félagsfælni 

- Kvíðatengd eða þunglyndistengd einkenni starfsmanna/stjórnenda

 

Um er að ræða persónulega ráðgjöf til stjórnenda um það hvernig eigi að nálgast viðkvæm málefni starfsmanna. Einnig er um að ræða innkomu sálfræðings vegna ágreinings eða samskiptavanda þar sem sálfræðingurinn tekur á málunum í eigin persónu og ræðir við hlutaðeigandi aðili og aðstoðar við að leysa úr málunum. Einnig er hægt að veita starfsmönnum í vanda aðgang að sálfræðingi kjósi þeir og hægt er að aðstoða þá frekar í eigin þágu og þar af leiðandi í þágu fyrirtækisins. 

 

Einnig er hægt að veita ráðgjöf vegna erfiðleikatímabila sem upp geta komið hjá fyrirtækjum, til dæmis vegna skipulagsbreytinga, áfalla eða uppsagna.

 

Smellið á eftirfarandi hlekki til að skoða nánar þjónustu og úttektir sem heyra undir sálfræðiráðgjöf

 

 
 customer satisfaction survey

 

Frekari fyrirspurnir eða spurningar um þessa þjónustu berist til Jóhönnu Ellu í This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

logo

Hugtak og VIRK í samstarfi

Úrræðið: Í starf á ný

Hugtak Mannauðsráðgjöf og VIRK starfsendurhæfingarsjóður eru í samstarfi er varðar atvinnuleitarráðgjöf til einstaklinga sem eru að ljúka sinni starfsendurhæfingu og hefja endurkomu sína út á vinnumarkað. Samstarfið hófst haustið 2012 og hefur gengið vonum framar. Fólk hefur fengið góðan stuðning og aðstoð í sinni endurkomu á vinnumarkað og gengið vel að komast í starf á ný. 

Frekari upplýsingar um úrræðið

logo

Hugtak og VIRK í auknu samstarfi

Úrræðið: Vinnutengd heilsa

Hugtak Mannauðsráðgjöf og VIRK starfsendurhæfingarsjóður eru í samstarfi er varðar fræðslu og ráðgjöf til einstaklinga sem eru að komnir langt í sinni endurhæfingu.  Um er að ræða nýtt úrræði fyrir aðila sem njóta þjónustu frá VIRK sem hóf göngu sína nú sumarið 2015 og hefur reynst afar hjálplegt þeim sem hafa lent í erfiðum vinnutengdum aðstæðum á vinnumarkaði. 

Frekari upplýsingar um úrræðið

Viðskiptavinir okkar

Ráðgjafar Hugtaks hafa starfað náið með fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum undanfarin ár og hafa viðskiptavinir verið mjög ánægðir með þá þjónustu sem þeir hafa fengið og allflestir leitað aftur til okkar og þannig stuðlað að auknu og nánara samstarfi. 

Hér eru dæmi um viðskiptavini okkar: 

 

mnylogo

12

 Þjónustan sem við höfum veitt viðskiptavinum okkar er fjölbreytt. Um er að ræða stjórnendaeflingu, fræðsluátök, vinnusmiðjur, persónuleg ráðgjöf, eineltismál, heilsuefling, ferlagreiningar, hönnun starfsmannavalskerfa, ráðningar, starfsgreiningar, frammistöðumat, aukning öryggishátta, innleiðing mælinga, aukning framleiðni, stýringu rýnihópa, þróun launakerfa, hönnun móttöku nýliða, innleiðing nýrra starfshátta, gerð söluhandrita og annarra verkfæra, þróun þjónustuleiða, samningagerð, starfþróunaráætlanir og margt fleira....

Hugtak aðstoðar stjórnendur fyrirtækja í að virkja starfsfólk til að ná meiri árangri og auka starfsánægju. 

Lesa meira um fyrirtækið