100 leiðir til að hvetja starfsfólk


Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að einn sterkasti hvati fyrir frammistöðu í starfi er viðurkenning fyrir vel unnin störf. Margir gera sér í hugarlund að eini og mikilvægasti þátturinn séu peningar eða hærri laun en raunin er önnur. Þó svo að peningar séu starfsmönnun afar mikilvægir þá sýna rannsóknir ítrekað fram á að það sem hvetur fólk til að sýna betri frammistöðu og jafnvel úrvalsframmistöðu eru úthugsuð, einlæg og og sönn persónuleg viðurkenning fyrir vel unnin störf

En ef stjórnendur eiga ekki að nota peninga til að hvetja starfsfólk áfram, hvað þá?

Hægt er að nota til að mynda, persónulegt hrós, rafrænt hrós, skriflegt hrós, hrós í viðurvist vitna, senda út upplýsingar um árangur starfsmanna, bjóða sveigjanlegan vinnutíma, veita frítíma, bjóða upp á frekara nám með auknum sveigjanleika eða styrkja til náms, bjóða upp á þróun í starfi eða kost á auknum frama

Á þessu námskeiði er farið í það af hverju fólk gerir það sem það gerir og hvernig við getum nýtt þá þekkingu til þess að hvetja fólk áfram í starfi. Unnið er með lögmál hegðunar og hvernig er hægt að nota þau í stjórnun og í því að setja frammistöðumarkmið.

Eftir námskeiðið eru stjórnendur með í höndum ný verkfæri og fjölda allan af nýjum hugmyndum og leiðum til að hvetja starfsfólk áfram til dáða og geta hafist strax handa.

Mögulegur ávinningur:

Kennsluaðferðir

ID-10051880_copy

Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Ella í hugtak(hja)hugtak.is eða í síma 571-5000