Sölu- og þjónustustjórnun

Sölu- og þjónustustjórnun


Sölu- og þjónustuaðilar, og annað framlínufólk, er iðulega andlit flestra fyrirtækja. Góð þjónusta og árangursrík sala eru því nauðsynlegur hluti fyrirtækja og fyrirtæki reiða sig á slíkt til að ná árangri og framfylgja stefnu sinni.


Í þessu námskeiði er farið yfir lykilatriði sem þarf að hafa í huga þegar innleiddar eru nýjar leiðir til þess að hvetja áfram sölu- og þjónustuaðila innan fyrirtækja. Kynntar eru þær leiðir er hafa borið mestan árangur og ýmis stjórnunartækni tekin fyrir.

Mögulegur ávinningur:

 • Skýr sölu- og þjónustumarkmið verða mælanleg
 • Stefna í þjónustu og sölu verður framkvæmanleg
 • Aukin þjónusta
 • Aukin sala
 • Virkara starfsfólk
 • Meiri starfsánægja
 • Grundvöllur fyrir frammistöðumat
 • Sniðmát fyrir mælingar


Kennsluaðferðir

 • Fyrirlestur
 • Umræður
 • Æfingar og hlutverkaleikur

ID-10058186
Lengd: Námskeiðið er 4 eða 8 klst. að lengd.

Leiðbeinandi: Jóhanna Ella Jónsdóttir sálfræðingur og Guðlaugur Örn Hauksson viðskiptafræðingur, bæði ráðgjafar hjá Hugtak mannauðsráðgjöf.