Jákvæð samskipti á vinnustað

Jákvæð samskipti á vinnustað

 

Neikvæð samskipti og samskiptavandi er eitthvað sem getur skapað mikla erfiðleika og óánægju meðal og milli starfsfólks. Slík staða getur þróast út í alvarlegri vandamál eins og einelti og áreitni sem getur haft neikvæð áhrif á frammistöðu starfsmanna, framleiðni og árangur skipulagsheilda til lengri tíma litið.

 

Besta forvörnin gegn slíkum aðstæðum er markvisst starf sem ýtir undir góð, jákvæð og hreinskiptin samskipti milli starfsfólks. Góð samskipti á vinnustað eru grundvöllur þess að fólki líði vel í vinnunni, að boðleiðir séu með góðum hætti og að ákveðin liðsheild og góð fyrirtækjamenning sé við lýði.

Í þessum fyrirlestri er farið yfir það sem felst í góðum samskiptum, hvernig stuðla megi að þeim og jákvæðri menningu innan fyrirtækja og hvernig skuli bera sig að komi upp samskiptavandi. Einnig er farið stuttlega í aðgreiningu á samskiptavanda og eineltis og hvað felst í einelti og afleiðingum þess.

 

Áhersla er lögð á hlutverk hvers og eins starfsmanns í samskiptum og jákvæðri vinnustaðamenningu.

Ávinningur

Aukin vitund starfsmanna um eigin ábyrgð og hlutverk

Aukinn skilningur á áhrifum eigin líðan og hugsana

 Kostir þess að stuðla að jákvæðum samskiptum á vinnustað

Betri samskipti og líðan starfsmanna á vinnustaðnum

ID-100144886

Lengd: Námskeiðið er2-4 klst að lengd

Leiðbeinandi:Jóhanna Ella Jónsdóttir sálfræðingur og Guðlaugur Örn Hauksson viðskiptafræðingur, bæði ráðgjafar hjá Hugtak mannauðsráðgjöf.