Greinar

Í starf á ný

Námskeiðið Í starf á ný er námskeið/vinnustofa fyrir fólk sem af einni eða annarri ástæðu er í leit að starfi. 

 

Þetta er eitt af okkar mest kenndu námskeiðum og hafa rúmlega 2.500 manns setið það frá árinu 2011 og náð glæsilegum árangri.

 

Meðal umfjöllunarefnis er: 

 • Ítarleg yfirferð um atvinnuleit á íslenskum vinnumarkaði.
 • Allar aðferðir, tæki og tól, möguleikar og leiðir í atvinnuleit eru kynntar og útskýrðar. 
 • Rætt verður um praktísk atriði út frá sjónarhorni ráðningarfyrirtækis (s.s. ferilskrá, kynningarbréf, viðtöl o.fl.).
 • Hvernig við skipuleggjum atvinnuleitina til að ná sem bestum árangri. 

 

Meðal markmiða námskeiðsins eru:

 • Að öll gögn séu til staðar í atvinnuleit & mæti kröfum vinnumarkaðarins.
 • Að auka þekkingu & færni í atvinnuleit.
 • Að þekkja hvar/hvernig/hvenær í atvinnuleit.
 • Að verða skipulögð & skilvirk í atvinnuleitinni.
 • Að setja okkur markmið sem hjálpa okkur.
 • Að öðlast meira sjálfstraust í atvinnuleitinni.
 • Að undirbúa okkur fyrir atvinnuviðtal.
 • Að undirbúa okkur fyrir vinnumarkaðinn.
 • Að komast aftur í starf!

Námskeiðið er hvetjandi, upplýsandi, fræðandi og afar góður undirbúningur fyrir virka atvinnuleit eða til að blása nýju lífi í kulnaða leit.

Fjöldi þátttakenda hefur náð góðum árangri fljótt og örugglega eftir að því lýkur.

Til þess að fá upplýsingar um dagsetningar og verð má senda tölvupóst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. merkt „Í starf á ný“.

 

ID-10061245