Innleiðing öryggismenningar

Innleiðing Öryggismenningar

 
Námskeiðslýsing: 
Innleiðing öryggismenningar og aukning á öryggistengdri hegðunar starfsmanna. Farið er í lykilatriði sem þurfa að vera til staðar svo hægt sé að skapa öryggismenningu innan fyrirtækja og rætt verður um mikilvægi skuldbindingar og hegðun leiðtoga sem og þátttöku starfsmanna í ferlinu.
Einnig verður farið ítarlega í skilgreiningu öryggishegðunar og grunnþætti hegðunarvísinda. Öryggi á vinnustað er ekki aðeins háð því að öryggisstöðlum sé framfylgt heldur einnig að viðhorf og hegðun sé þess eðlis að farið sé eftir þeim. Slíkt er nauðsynlegt ef fækka á slysum og „næstum-því-slysum“ á vinnustöðum.
 
 
 
Ávinningur námskeiðsins
  •  Þekking á grunnþáttum hegðunvarvísinda og hagnýtingu þeirra.
  •  Skilningur á því hvað byggir upp skilvirka og góða öryggismenningu innan fyrirtækja.
  • Þekking þeirra þátta er hafa áhrif á hegðun starfsmanna og hvernig er hægt að byggja upp jákvætt viðhorf og aukna aðgæslu starfsmanna er varðar öryggi.
ID-10081175
 
 
 
Leiðbeinandi: Jóhanna Ella Jónsdóttir ráðgjafi hjá Hugtak-mannauðsráðgjöf. Jóhanna er vinnusálfræðingur og doktorsnemi við H.Í sem og stundakennari við H.Í.Sérsvið hennar er vinnusálfræði og allt er tengist hegðunarvísindum og frammistöðustjórnun.