Greinar

Liðsheild

Í því árferði sem við búum við þessi misserin er mikilvægara en áður að styrkja liðsheildina, miklar breytingar innan fyrirtækja og breytileiki í skipulagi kalla á þörf fyrir betri og sterkari liðsheild. Til þess að aðlagast breyttum aðstæðum þarf að skapa rétta andrúmsloftið sem þar sem starfsmenn standa saman og geta leitað til hvers annars. Með því að efla samstöðu innan hópsins og gera samskiptin betri verður auðveldara fyrir starfsfólk að vinna að sameiginlegum markmiðum og sýna samstöðu.

Starfsandinn verður betri og starfsfólki líður þar að auki betur í vinnunni.

 Hugtak býður upp á mjög víðtæka þjónustu til að efla liðsheild innan fyrirtækja .Við sníðum ávallt stakk eftir vexti og finnum réttu lausnina fyrir þitt fyrirtæki.

Best er að greina hvar vandinn liggur og bregðast á viðeigandi hátt við honum með því að innleiða nýjar og bættar leiðir en stundum þarf þó ekki meira til en smá upplyftingu og hópefli til að ná upp fyrri hæðum.


Þjónusta Hugtaks er meðal annars

Fyrirlestrar

  • Liðsheildin
  • Leiðtoginn

Vinnusmiðjur

  • Styttri útgáfan 2-5 tímar
  • Lengri útgáfan 1-2 dagar

G.I.R.-þjónusta

Greining, Inngrip og Ráðgjöf sem felur í sér greiningu á Liðsheildarvanda eða skorti á samheldni starfsmanna á vinnustað. Upplifun þeirra og hegðun er mæld og vandinn fundinn. Í kjöfar þess er hannað inngrip í samvinnu við yfirmenn og því næst er inngripið innleitt. Mælingar á árangri er svo gerðar og fylgir þessar þjónustu ákveðið eftirfylgdarkerfi sem bæði er hægt að hafa í höndum yfirmanna eða ráðgjöfum Hugtaks. Kerfið er þess eðlis að það er hannað til að ná árangri.

ID-10050448

 

Nánari upplýsingar um þessa þjónustu veitir Jóhanna Ella Jónsdóttir í (johanna.ella(hjá)hugtak.is)