Sterk Liðsheild

Uppbygging starfsanda og mótun liðsheildar

Góður starfsandi og sterk liðsheild eru mikilvægir, og í raun nauðsynlegir, þættir í góðum árangri fyrirtækja. Við breytingar, t.d. uppsagnir, skipulagsbreytingar eða samruna, getur starfsandi beðið hnekki og því nauðsynlegt að hlúa vel að starfsfólkinu. Mikilvægt er að halda vel utan um mannauðinn og veita þeim tækifæri til að móta áherslur liðsheildarinnar og setja sér sameiginleg markmið.

Þessi vinnusmiðja snýr að uppbyggingu starfsanda og mótun liðsheildar – og hentar því öllum starfsmönnum.

ID-10063582