Forsíða

Áhættumat fyrir skrifstofuvinnu

Nýtt verkfæri fyrir áhættumat

Vinnueftirlitið hefur gefið út rafrænt verkfæri við gerð áhættumats á skrifstofu sem er ætlað þeim sem vinna almenn skrifstofustörf. Sérstök áhersla er lögð á aðstæður starfsfólks við skjávinnu.

Verkfærið er auðvelt í notkun, ókeypis og opið öllum. Í því eru settar fram tillögur og dæmi um úrbætur í vinnuumhverfinu, tilvísanir í lög og reglur og myndir til útskýringar. Verkfærið metur áhættu fyrir notandann og sér um að skrifa lokaskýrslu. Í framhaldinu þarf vinnustaðurinn að gera nauðsynlegar úrbætur. Áhættumatið skiptist í fjóra efnisþætti; almenn skrifstofustörf,  umhverfi og skipulag skrifstofu, starfsanda og streitu og vinnuverndarstarf. Skýringar á notkun eru gefnar í verkfærinu sjálfu sem er á netinu og heitir „Vinna á skrifstofu“.

Evrópska vinnuverndarstofnunin í Bilbao á Spáni og hagsmunaaðilar á vinnumarkaði standa saman að gerð áhættumatsverkfæra undir nafninu OiRA sem stendur fyrir Online interactive Risk Assessment, eða á íslensku; rafrænt gagnvirkt áhættumat. Í dag taka 16 Evrópuríki þátt í þróun verkfæra og fleiri eru á leiðinni.
Online interactive risk assessment - Gagnvirkt rafrænt áhættumat

 

Frétt fengin af vef Vinnueftirlitsins HÉR

Viðskiptavinir okkar

Ráðgjafar Hugtaks hafa starfað náið með fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum undanfarin ár og hafa viðskiptavinir verið mjög ánægðir með þá þjónustu sem þeir hafa fengið og allflestir leitað aftur til okkar og þannig stuðlað að auknu og nánara samstarfi. 

Hér eru dæmi um viðskiptavini okkar: 

 mynd 1

mynd 2

mynd 3

mynd 4

mynd 5

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira um fyrirtækið