Forsíða

Hugtak með fræðslu og þjálfun innan lögreglunnar

Í frétt á vef Vísis í dag er rætt um viðbrögð Ríkislögreglustjóra við samskiptavanda, áreitni- og eineltismálum innan lögreglunnar.

 
Hugtak mannauðsráðgjöf kom að eflingu stjórnenda í samstarfi við Lögregluskóla ríkisins og fræðslufyrirlestrum fyrir öll embættin í kjölfar þeirrar þjálfunar.  
 
Ríkislögreglustjóri leggur ríka áherslu á málefnið og fékk því ráðgjafa Hugtaks til að fara í öll embætti lögreglunnar með fræðslufyrirlestra um eðli samskipta, ágreinings og eineltis á vinnustöðum.  
 
Ráðgjöfum okkar hefur verið tekið afar vel í öllum embættum og virðist vera ákveðin vitundarvakning varðandi þessi málefni bæði innan lögreglunnar og almennt í samfélaginu. 
 
eftirfarandi kemur fram í greininni...
 
"Þá hefur verið haldið námskeið í stjórnendaþjálfun fyrir stjórnendur innan lögreglunnar. Námskeiðið var haldið í apríl 2015 í samvinnu við Lögregluskóla ríkisins. Ríkislögreglustjóri gaf einnig út leiðbeinandi verklagsreglur um einelti sem voru sendar á alla lögreglustjórana 1. apríl síðastliðinn.
 
Þá var ákveðið að endurútgefa jafnréttis- og framkvæmdaáætlun lögreglunnar og á næstu dögum fá starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fræðslu um góð samskipti á vinnustað, einelti og eðli ágreinings. Fræðslufyrirlestrarnir hafa verið haldnir í öllum öðrum lögregluembættum á landinu á haustmánuðum en það er mannauðsráðgjafarfyrirtækið Hugtak sem hefur haldið utan um þá."
 
Fréttina í heild sinni er að finna HÉR
 
12194678 916209638453896 2267692941338112099 o

logo

Hugtak og VIRK í samstarfi

Úrræðið: Í starf á ný

Hugtak Mannauðsráðgjöf og VIRK starfsendurhæfingarsjóður eru í samstarfi er varðar atvinnuleitarráðgjöf til einstaklinga sem eru að ljúka sinni starfsendurhæfingu og hefja endurkomu sína út á vinnumarkað. Samstarfið hófst haustið 2012 og hefur gengið vonum framar. Fólk hefur fengið góðan stuðning og aðstoð í sinni endurkomu á vinnumarkað og gengið vel að komast í starf á ný. 

Frekari upplýsingar um úrræðið

logo

Hugtak og VIRK í auknu samstarfi

Úrræðið: Vinnutengd heilsa

Hugtak Mannauðsráðgjöf og VIRK starfsendurhæfingarsjóður eru í samstarfi er varðar fræðslu og ráðgjöf til einstaklinga sem eru að komnir langt í sinni endurhæfingu.  Um er að ræða nýtt úrræði fyrir aðila sem njóta þjónustu frá VIRK sem hóf göngu sína nú sumarið 2015 og hefur reynst afar hjálplegt þeim sem hafa lent í erfiðum vinnutengdum aðstæðum á vinnumarkaði. 

Frekari upplýsingar um úrræðið

Viðskiptavinir okkar

Ráðgjafar Hugtaks hafa starfað náið með fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum undanfarin ár og hafa viðskiptavinir verið mjög ánægðir með þá þjónustu sem þeir hafa fengið og allflestir leitað aftur til okkar og þannig stuðlað að auknu og nánara samstarfi. 

Hér eru dæmi um viðskiptavini okkar: 

 

mnylogo

12

 Þjónustan sem við höfum veitt viðskiptavinum okkar er fjölbreytt. Um er að ræða stjórnendaeflingu, fræðsluátök, vinnusmiðjur, persónuleg ráðgjöf, eineltismál, heilsuefling, ferlagreiningar, hönnun starfsmannavalskerfa, ráðningar, starfsgreiningar, frammistöðumat, aukning öryggishátta, innleiðing mælinga, aukning framleiðni, stýringu rýnihópa, þróun launakerfa, hönnun móttöku nýliða, innleiðing nýrra starfshátta, gerð söluhandrita og annarra verkfæra, þróun þjónustuleiða, samningagerð, starfþróunaráætlanir og margt fleira....

Hugtak aðstoðar stjórnendur fyrirtækja í að virkja starfsfólk til að ná meiri árangri og auka starfsánægju. 

Lesa meira um fyrirtækið