Forsíða

Nýjar hæðir á nýju ári 2015

Nýja árið hefur í för með sér metnað til að gera betur en árið áður.

 

Passaðu bara að setja ekki of háleit markmið.

images 1

 

Eftir fjölda ára í að vinna með markmiðasetningu hef ég komist að því að háleit markmið minnka árangur og framleiðni starfsmanna en lítil markmið auka framleiðni og líkur á árangri.

 

En af hverju gerist þessi þversögn?

Háleit markmið eru miskilin að því leyti að krafa stjórnenda til starfsmanna er sú að þeir verði alltaf að sýna sína bestu frammistöðu og oft án þess þó að ná settu marki. Rannsóknir á hegðun leiða í ljós að besta leiðin til þess að hvetja starfsfólk til dáða er að nota jákvæða styrkingu samhliða markmiðasetningu og ekki bara styrkja árangurinn heldur líka þær athafnir sem leiddu til árangurs. Því oftar sem styrking er notuð því hraðari aukning verður í árangri starfsmanna. Smærri markmið, minni skref og tíðari styrking nær mun lengra en háleit markmið og stór skref.

 

Viltu gera betur í ár? Hér koma nokkur ráð til þess að auka líkur á árangri.

 

Setjið ykkur mörg minni markmið (undirmarkið) í stað háleitra markmiða. Brjótið árleg markmið niður í minni og gerið þau þannig að það sé auðveldara að ná þeim. Ef þið brjótið til að mynda árið niður í 12 mánuði (en hafið árlegt markmið) brjótið það þannig niður að þið byrjið með minni kröfur og aukið svo hægt og rólega á kröfurnar. Setjið fyrst um sinn markmið þar sem líkurnar á að ná settu markmiði sé 100%. Þó það virki of létt til að byrja með þá býr það til aðstæður til að ná árangri og ef árangur næst er hægt að fagna og styrkja þá frammistöðu. Munið að jákvæð styrking eykur jákvæða og æskilega hegðun.

 

Skilgreinið hegðun með skýrum hætti, sú hegðun sem þarf til að ná settu markmið verður skýr og auðvelt verður að viðurkenna þá hegðun og þá eykst hún til muna og líkur á árangri aukast svo um munar. Styrkið hvern hluta af ferlinu. Styðjið við sértæk og mælanleg markmið með reglulegri endurgjöf og jákvæðri styrkingu til að móta æskilega frammistöðu.

 

Fylgið því eftir þegar starfsfólk bætir sig á daglegum, vikulegum mánaðarlegum grunni. Fáið starfsmenn til að taka þátt í að setja sín eigin markmið, þátttaka er gífurlega mikilvæg. Ekki einfaldlega segja starfsfólki hvað það á að gera, spurðu hvort þau séu ekki tilbúin til þess að taka þátt. Þetta mun leiða til þess að fólk tekur stjórn og vill sjá eigin árangur.

 

Ekki styðja við hegðun sem missir marks, styrkja skal árangur sem er æskilegur annars verður styrkingin marklaus og missir gildi sitt. Ef markmið eru of há vegna þess að kröfurnar eru ekki í samræmi við úrræði og tíma, breyttu þá markmiðinu og gerðu minni kröfur til að byrja með.

Fagnaðu áföngum. Viðurkenndu árangur svo fólk finni að framlag þeirra skiptir máli.

 

Með þessum ráðum, nær árið 2015 nýjum hæðum!

logo

Hugtak og VIRK í samstarfi

Úrræðið: Í starf á ný

Hugtak Mannauðsráðgjöf og VIRK starfsendurhæfingarsjóður eru í samstarfi er varðar atvinnuleitarráðgjöf til einstaklinga sem eru að ljúka sinni starfsendurhæfingu og hefja endurkomu sína út á vinnumarkað. Samstarfið hófst haustið 2012 og hefur gengið vonum framar. Fólk hefur fengið góðan stuðning og aðstoð í sinni endurkomu á vinnumarkað og gengið vel að komast í starf á ný. 

Frekari upplýsingar um úrræðið

logo

Hugtak og VIRK í auknu samstarfi

Úrræðið: Vinnutengd heilsa

Hugtak Mannauðsráðgjöf og VIRK starfsendurhæfingarsjóður eru í samstarfi er varðar fræðslu og ráðgjöf til einstaklinga sem eru að komnir langt í sinni endurhæfingu.  Um er að ræða nýtt úrræði fyrir aðila sem njóta þjónustu frá VIRK sem hóf göngu sína nú sumarið 2015 og hefur reynst afar hjálplegt þeim sem hafa lent í erfiðum vinnutengdum aðstæðum á vinnumarkaði. 

Frekari upplýsingar um úrræðið

Viðskiptavinir okkar

Ráðgjafar Hugtaks hafa starfað náið með fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum undanfarin ár og hafa viðskiptavinir verið mjög ánægðir með þá þjónustu sem þeir hafa fengið og allflestir leitað aftur til okkar og þannig stuðlað að auknu og nánara samstarfi. 

Hér eru dæmi um viðskiptavini okkar: 

 

mnylogo

12

 Þjónustan sem við höfum veitt viðskiptavinum okkar er fjölbreytt. Um er að ræða stjórnendaeflingu, fræðsluátök, vinnusmiðjur, persónuleg ráðgjöf, eineltismál, heilsuefling, ferlagreiningar, hönnun starfsmannavalskerfa, ráðningar, starfsgreiningar, frammistöðumat, aukning öryggishátta, innleiðing mælinga, aukning framleiðni, stýringu rýnihópa, þróun launakerfa, hönnun móttöku nýliða, innleiðing nýrra starfshátta, gerð söluhandrita og annarra verkfæra, þróun þjónustuleiða, samningagerð, starfþróunaráætlanir og margt fleira....

Hugtak aðstoðar stjórnendur fyrirtækja í að virkja starfsfólk til að ná meiri árangri og auka starfsánægju. 

Lesa meira um fyrirtækið