Forsíða

Skráðu þig hjá okkur

Ertu að leita að hlutastarfi? Eða tímabundnu starfi? Eða jafnvel íhlaupavinnu?


Vilt þú aukavinnu þar sem þú stýrir hvar, hvernig og hversu mikið þú vinnur?

Hugtak mannauðsráðgjöf leitar að fólki í hlutastörf (20-80%), afleysingar, í tímabundin verkefni og fólki sem leitar að tilfallandi vinnu í breytilegu starfshlutfalli. Við höfum undanfarin ár starfað með mjög fjölbreyttum hópi fyrirtækja innan verslunar- og þjónustugeirans, í ferðaþjónustu, við sölu- og markaðsmál og fleira. 

Störfin henta öllum sem vilja bæta við sig vinnu - til dæmis: 

  • Skólafólki sem störf samhliða námi.  
  • Fólki í leit að aukavinnu. 
  • Þeim sem vilja eingöngu hlutastörf. 
  • Þeim sem geta tekið að sér störf með stuttum fyrirvara
  • Þeim sem vilja tilfallandi vinnu - stundum lítið stundum mikið 

Þú stýrir því hversu mikið þú vinnur, vinnutímanum og getur valið úr fjölbreyttum störfum án þess að skuldbinda þig hjá einum vinnuveitanda. Hljómar spennandi!

Endilega skráðu þig hér við höfum samband fljótlega!

Vinsamlega fylltu út eftirfarandi reiti eins nákvæmlega og kostur er. Það bæði auðveldar okkur úrvinnslu og eykur líkur á að þú komir upp í leit hjá okkur varðandi störf sem henta þér. Við eigum erfiðara með að finna þig nema að þú skráir þig vel og vandlega. Góðar stundir!

logo

Hugtak og VIRK í samstarfi

Úrræðið: Í starf á ný

Hugtak Mannauðsráðgjöf og VIRK starfsendurhæfingarsjóður eru í samstarfi er varðar atvinnuleitarráðgjöf til einstaklinga sem eru að ljúka sinni starfsendurhæfingu og hefja endurkomu sína út á vinnumarkað. Samstarfið hófst haustið 2012 og hefur gengið vonum framar. Fólk hefur fengið góðan stuðning og aðstoð í sinni endurkomu á vinnumarkað og gengið vel að komast í starf á ný. 

Frekari upplýsingar um úrræðið

logo

Hugtak og VIRK í auknu samstarfi

Úrræðið: Vinnutengd heilsa

Hugtak Mannauðsráðgjöf og VIRK starfsendurhæfingarsjóður eru í samstarfi er varðar fræðslu og ráðgjöf til einstaklinga sem eru að komnir langt í sinni endurhæfingu.  Um er að ræða nýtt úrræði fyrir aðila sem njóta þjónustu frá VIRK sem hóf göngu sína nú sumarið 2015 og hefur reynst afar hjálplegt þeim sem hafa lent í erfiðum vinnutengdum aðstæðum á vinnumarkaði. 

Frekari upplýsingar um úrræðið

Viðskiptavinir okkar

Ráðgjafar Hugtaks hafa starfað náið með fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum undanfarin ár og hafa viðskiptavinir verið mjög ánægðir með þá þjónustu sem þeir hafa fengið og allflestir leitað aftur til okkar og þannig stuðlað að auknu og nánara samstarfi. 

Hér eru dæmi um viðskiptavini okkar: 

 

mnylogo

12

 Þjónustan sem við höfum veitt viðskiptavinum okkar er fjölbreytt. Um er að ræða stjórnendaeflingu, fræðsluátök, vinnusmiðjur, persónuleg ráðgjöf, eineltismál, heilsuefling, ferlagreiningar, hönnun starfsmannavalskerfa, ráðningar, starfsgreiningar, frammistöðumat, aukning öryggishátta, innleiðing mælinga, aukning framleiðni, stýringu rýnihópa, þróun launakerfa, hönnun móttöku nýliða, innleiðing nýrra starfshátta, gerð söluhandrita og annarra verkfæra, þróun þjónustuleiða, samningagerð, starfþróunaráætlanir og margt fleira....

Hugtak aðstoðar stjórnendur fyrirtækja í að virkja starfsfólk til að ná meiri árangri og auka starfsánægju. 

Lesa meira um fyrirtækið