Eigendur Hugtaks

Eigendur

Við beitum raunprófuðum aðferðum í öllu okkar starfi og veitum því ávallt bestu mögulegu þjónustu og ráðgjöf sem völ er á. Við stærum okkur af persónulegri þjónustu og sýnilegum árangri. Við erum ávallt til taks, endilega hafið samband á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 571-5000.


                                                                                    

10572144 10153795837377891 8961258963440262322 o   

Guðlaugur Örn Hauksson, mannauðssérfræðingur

This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Bakgrunnur:  Guðlaugur Örn er viðskiptafræðingur með sálfræðibakgrunn. Hann hefur víða starfað við ráðgjöf, fræðslu og ráðningar. Auk þess sem hann spilaði með flestum yngri landsliðum í hand- og fótbolta, ýmist sem stormsenter eða stórskytta.
Um Guðlaug Örn: Guðlaugur hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist frammistöðu, frammistöðuvanda, mati á árangri, ásamt því að hafa mikinn áhuga á hvata- og umbunakerfum. Hann hefur sérhæft sig í alþjóðaviðskiptum og mannauðsstjórnun og hefur unnið við þjálfun, kennslu og ýmsa ráðgjöf bæði hér á landi og erlendis. Hann er í félagi fræðimanna og ráðgjafa sem kallast OBM network sem hefur þá sameiginlegu sýn að skoða vinnutengda hegðun útfrá vísindalegu sjónarmiði. 
Helstu verkefni: Guðlaugur hefur séð um ráðningar í á annað hundrað stöðugildi síðastliðin ár, allt frá framlínustörfum til stjórnenda. Hann hefur jafnframt sinnt stjórnendaráðgjöf, frammistöðustjórnun og mælingum starfsmanna og skipulagsheilda, samningagerð, starfsmanna- og launaviðtölum, sett saman og fylgt eftir hvata- og umbunarkerfum, og haldið nokkur hundruð fyrirlestra og námskeið. Hann hefur sinnt stefnumótun fyrirtækja, sett og fylgt eftir markmiðum og stefnu fyrirtækja ásamt mörgum öðrum spennandi verkefnum. Síðast en ekki síst er hann svo framkvæmdastjóri Hugtaks. 
 
B.a. í Sálfræði frá Háskóla Íslands.
M.sc. í Alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík.
 

 

                                                                 12842615 10153795275812891 2061713968 o

hanna Ella Jónsdóttir, sálfræðingur og mannauðssérfræðingur

This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Bakgrunnur: Jóhanna Ella er löggiltur sálfræðingur og hefur starfað meðal annars við kennslu, ráðningar, rannsóknir og útgáfu sálfræðilegra og staðlaðra prófa og ýmsa ráðgjöf áður en hún stofnaði fyrirtækið Hugtak mannauðsráðgjöf með manni sínum Guðlaugi Erni. 
Um Jóhönnu Ellu: Hún hefur stundað rannsóknir á valaðferðum ráðninga, á sviði kerfisgreininga, ferlagreininga og frammistöðustjórnunar, (bæði einstaklinga og fyrirtækja í heild) og aukningu öryggishegðunar innan fyrirtækja. Hennar áhugi hefur ávallt verið vinnusálfræði og allt sem tengist stjórnun og mannauð. Hún hefur sérstakan áhuga á vinnuhegðun útfrá vísindalegu sjónarmiði og hefur tileinkað sér slíka aðferðarfræði við störf sín.  Hún er formaður og stofnandi nútíma kvenfélagsins Silfur, hún var einnig formaður SATÍS sem eru samtök um atferlisgreiningu á Íslandi og er í félagi fræðimanna og ráðgjafa um allan heim sem kallast OMB network. 
Rannsóknir: Hún hefur gefið út greinar um viðbrögð umsækjenda við valaðferðum og starfað við rannsóknir á því sviði. Nú er hún einnig að gera rannsóknir á sviði frammistöðugreiningar fyrirtækja, frammistöðustjórnun og aukningu öryggishegðunar og gaf nýverið út sína aðra grein sína um mikilvægi kerfisnálgunar við frammistöðustjórnun. 
Helstu verkefni og störf hennar hjá Hugtaki hafa verið frammistöðustjórnun, aukin framleiðni starfsmanna, úttektir vinnustaða, vinnustaðagreiningar, öryggiskannanir, þjónustukannanir, starfsmannakannanir, sálfræðiráðgjöf, sáttarmiðlun, erfið samskipti innan vinnustaða, þjónustu- og sölustjórnun, starfsgreiningar og frammistöðumat, kortlagning vinnustaða, ferlagreiningar, endurhönnun ferla, starfsmannaþjálfun, stjórnendafræðsla, starfsmannafræðsla og starfsmannastefnugerð ásamt ýmiskonar ráðgjöf við stjórnendur. 
 
B.a. í sálfræði frá Háskóla Íslands
Cand.Psych. í sálfræði frá Háskóla Íslands.
Löggilding frá Landlæknisembættinu