Hugtak með fræðslu í öllum embættum lögreglu

Hugtak mannauðsráðgjöf fékk það skemmtilega verkefni að sinna fræðslu og þjálfun varðandi samskipti, ágreining og eineltismál innan lögreglunnar. Fyrst var ráðist í að hafa stjórnendaþjálfun fyrir Lögregluskóla Ríkisins og því næst var ákveðið að taka þá fræðslu til allra embætta lögreglunnar. Ráðgjafar Hugtaks ferðuðust því um landið með fræðslu um þessi mál og var þeim tekið afar vel um allt land. 
 
Auk embætta lögreglunnar fóru ráðgjafar Hugtaks með fræðslu til Sérstaks saksóknara, Ríkislögreglustjóra og starfsmanna Lögregluskóla ríkisins. 
 
Þökkum við kærlega fyrir gott samstarf og góðar móttökur, vonandi leiðir fræðslan til aukinnar vitundavakningar eins og henni var sannalega ætlað. 
 
Hér má sá skemmtilegar myndir af ferðalagi ráðgajafa okkar, á myndunum er Jóhanna Ella sálfræðingur og mannauðsráðgjafi. 
 
12193842 917351951672998 8910437603913425506 n0