Greinar

Kerfisgreiningar

Fyrirtæki sem lifandi kerfi

Greining af þessu tagi þar sem fyrirtækið/stofnunin er greind sem frammistöðukerfi hefur oft á tíðum verið kallað Behavior System Analysis. Slík greining er flókið og viðamikið ferli en veitir mjög mikilvægar upplýsingar þar sem hægt er að kortleggja alla starfsemina á sjónrænan hátt og bregðast við þar sem þarf. Starfsemin verður sýnileg og afhjúpar mögulega galla/eyður í skipulagsheildinni og hægt er að koma auga á hvort allar nauðsynlegar tengingar séu til staðar eða hvort þeim sé ofaukið.

 

Einnig verður stjórnendum kleift að sjá hvort öll úrræði séu nægjanleg og hvað er undir stjórn hvers og eins. Jafnframt er hægt að kortleggja framlag hverrar deildar/virkni og starfsmanns til heildarinnar. Slík heildarsýn er mjög gagnleg þar sem tekið er mið af áhrifum hverrar einingar/virkni og þeirrar staðreyndar að breytingar á einum stað í kerfinu geta haft áhrif á aðra virkni þess 

Heildarsýn af þessu tagi gerir fagfólki kleift að straumlínulaga starfsemi, endurhanna ferla eða innleiða sjálfvirkni og huga að stefnumótun, hagræðingu, aukningu úrræða, þróun og áætlanagerð ásamt endurbyggingu skipulagheildarinnar, innleiðingu hvatakerfa og bætta stjórnunarhætti stjórnenda svo eitthvað sé nefnt.

 

BSAQ (Behvioral Systems Analysis Questionnaire)

Diener, McGee og Miguel (2009) komu fram með samþætt verkfæri sérhannað til þess að gera BSA greiningar innan fyrirtækja og stofnana. Ber verkfærið nafnið BSAQ (Behavioral Systems Analysis Questionnaire) og er hannað með það að markmiði að spyrja allra viðeigandi spurninga til að afla upplýsinga svo hægt sé að kortleggja starfsemi vinnustaða og teikna TPS myndir af starfseminni. Spurningarnar eru þess eðlis að upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að finna úrbætur eru hluti af ferlinu. 

 

Jóhanna Ella sálfræðingur og ráðgjafi þýddi verkfærið og hefur notað í rannsóknum sínum og störfum síðastliðin ár undir handleiðslu eins höfundar. 

 

BSAQ leiðarvísirinn var hannaður útfrá þremur forsendum 1) BSA fylgir ákveðnu ferli, 2) BSA krefst greiningar á mörgum stigum innan fyrirtækisins og 3) það að hafa leiðarvísir hjálpar við öflun upplýsinga, deilingu upplýsinga, samvinnu, greiningu markmiða og leiðum til að ná þeim, greiningu vandamála og þróun lausna. 

 

ID-100191623

Ráðgjafar Hugtaks nýta sér verkfærið við störf þar sem BSAQ er hægt að nota á fyrirtæki í heild sinni, eina deild, eina einingu, einn hóp eða einn vinnuferil.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Jóhönnu Ellu í johanna.ella(hjá)hugtak.is