Greinar

Ráðningarferli

Við hjá Hugtaki tökum að okkur ráðningar starfsfólks af öllum gerðum, allt frá framlínustörfum yfir í stjórnendur og sérfræðistörf.

Við bjóðum upp á heildstætt ráðningarferli sem miðar að því að finna þann hæfasta meðal umsækjenda með raunprófuðum aðferðum. Að sjálfsögðu er tekið tillit til þarfa fyrirtækja hverju sinni og ferlið aðlagað hverju starfi fyrir sig ásamt því að í boði er hlutaþjónusta fyrir þá sem telja sig ekki þurfa að leggjast í frekari leit að umsækjendum.

 

Ráðningaferlið


Við ráðningu í starf ber að auðkenna og velja hæfasta umsækjandann úr hópi þeirra er sækja um starfið. Til að ná slíku fram þarf að fara eftir réttum leiðum bæði við öflun umsækjenda og því ferli að skima eftir hæfasta umsækjandanum. Við hjá Hugtaki fylgjum ákveðnu ráðningarferli og gerum viðskiptavinum okkar grein fyrir hverju stigi í ráðningarferlinu sem byggir á raunprófuðum aðferðum og hugmyndafræði. Ráðningarferlið er aðlagað að því starfi sem um ræðir til að hámarka árangur að hverju sinni.

 

Hér er myndræn framsetning hefðbundins ráðningaferlis hjá Hugtaki, að sjálfsögðu er ferlið aðlagað að hverju starfi fyrir sig og því fyrirtæki sem um ræðir.

Ráðningarferlið Hugtak  - Support Process
Við val á viðeigandi ráðningarferli fyrir hverja stöðu er tekið mið af þeim valaðferðum sem hafa gott forspárgildi fyrir þess konar starf, eru hagkvæmar, áreiðanlegar og réttmætar. Við leggjum mikið upp úr því að vel sé komið fram við alla umsækjendur, höldum í heiðri virðingu þeirra og að sama skapi varðveitum við orðspor fyrirtækja sem eiga í hlut.


Hægt er að nota margskonar aðferðir og gögn þegar skima þarf umsækjendahóp í þeim tilgangi að finna hæfasta aðilann sem mun standa sig best í starfi. Algengustu valaðferðirnar í þeim tilgangi eru:

 

  • Ferilskrár
  • Umsagnir/meðmæli
  • Starfsviðtöl
  • Sýnishorn vinnu
  • Próf sem meta hugræna getu
  • Matsmiðstöðvar


Það er mikill ávinningur af því að vera með árangursríkt kerfi frá upphafi starfsmannavalsins þar sem það getur verið mjög kostnaðarsamt að ráða inn minna hæfan eða rangan einstakling í starfið. Þjálfun, laun og annar kostnaður fer því til spillist og þarf að hefja kostnaðarsama leit að nýju. Það er því mikill ávinningur af því að velja rétt í fyrstu atrennu.

 

 

Ef að þú vilt frekari upplýsingar um
þjónustu okkar varðandi ráðningar
eða hönnun ráðningarferlis hafðu
þá samband í síma 571-5000 eða í radningar(hja)hugtak.is