Stiklað á stóru um fyrirtækið

Stiklað á stóru um fyrirtækið

Hugtak mannauðsráðgjöf ehf. var stofnað árið 2010 og er ráðgjafarfyrirtæki á sviði mannauðsmála. Hugtak státar sig af persónulegri gæða þjónustu sem einkennist af miklum metnaði og krafti. Fyrirtækið samanstendur af fólki með mikla menntun að baki og greinagóða þekkingu og reynslu á þeim verkefnum sem það tekur sér fyrir hendur.

Hugtak býður upp á ýmiskonar þjónustu er snertir mannauð fyrirtækja og hefur sérstöðu hvað varðar mannlega þáttinn í stjórnun. Hjá fyrirtækinu starfa sérfræðingar í mannlegri hegðun, stjórnun, viðskiptum, sölu - og markaðsetningu, rekstri og mannauðsstjórnun. 

Mannauðurinn okkar hefur það að leiðarljósi að ná því besta fram í fólki og stuðla að framgangi og árangri fyrirtækja með virkjun starfsfólksins og aukningu þekkingar og þjálfunar innan fyrirtækja. Það er okkur sérlega hugleikið að skilja eftir okkur spor í formi afurða og verkfæra innan fyrirtækja sem við störfum fyrir. 

Hugtak hefur aflað sér mikillar þekkingar á þessu sviði og nýtir öll tækifæri til að afla sér frekari reynslu og þekkingar.

Screenshot 2014-07-14 12.38.11

Eigendur Hugtaks eru meðlimir OBM network sem er leiðandi samfélag fræðimanna og fagfólks á sviði mannauðsmála.

Allar aðferðir sem starfsmenn fyrirtækisins nota eru raunprófaðar og því þannig úr garði gerðar að þær beri árangur. Ekki er notast við neinar aðferðir sem hafa ekki sýnt að beri árangur. Markmið okkar að leiða inn nýjar aðferðir í mannauðsmálum á Íslandi og bæta frammistöðu þeirra fyrirtækja er nýta sér þekkingu okkar.

 

Hugtak aðstoðar stjórnendur fyrirtækja í að virkja starfsfólk til að ná meiri árangri og auka starfsánægju.