Greinar

Stjórnendaráðgjöf

Hugtak mannauðsráðgjöf hefur víðtæka þekkingu á sviði mannauðsmála með sérstaka áherslu á mannleg samskipti og stjórnun. Sérfæðingar okkar eru með sálfræðibakrunn og hjá okkur starfar einnig löggiltur sálfræðingur. 

 

Við höfum boðið stjórnendum fyrirtækja bæði reynslumiklum og reynsluminni að njóta góðs af okkar styrkleikum. Við bjóðum upp á persónulega ráðgjöf sem snýr að öllu því sem upp getur komið innan fyrirtækja og sérstaklega ef um erfið eða viðkvæm mál er að ræða. 

 

Áhersla okkar á mannleg samskipti og mannlega hegðun veitir okkur forskot og hjálpar stjórnendum við að fá aukna innsýn inn í hegðun starfsmanna og átta sig á því hvernig best væri að bregðast við ýmsum aðstæðum. 

 

customer satisfaction survey

 

Við erum viðskiptavinum okkar innan handar þegar þörfin kemur upp, hlustum á þarfir þeirra og bregðumst hratt og örugglega við. 

Ef um lengri verkefni eru að ræða getum við veitt handleiðslu í ýmsum starfsmannamálum.