Forsíða

Umsagnir viðskiptavina

 

happy employees

 

 

"Hún Jóhanna Ella setti fram áhugaverð dæmi um erfiðleika í samskiptum á vinnustað. Það sem var áhugavert var að allir aðilar brugðust rangt við á einhverju stigi. Það er því ekki nóg að einn brjóti á öðrum heldur verður sá sem brotið er á að bregðast rangt við til að vandamálið vindi upp á sig.:)

Helgi Máni Sigurðsson

sviðstjóri / safnvörður

Víkin - Sjóminjasafn

Grandagarði 8, 101 R.

“Það var góð ánægja með fyrirlesturinn, skýr og góð framsetning á efninu”

Þóra Ákadóttir

Starfsmannastjóri

Fjórðungsjúkrahússins á Akureyri

Um námskeiðið jákvæð samskipti á vinnustað

„Vel skipulagt og þarft námskeið.

Gott að hafa blöndu af fyrirlestri og vinnu nemendanna“

Heiðrún Hákonardóttir

Skrifstofustjóri | Office Manager

Höfuðborgarstofa | Visit Reykjavík

Um þjónustu okkar

"Jóhanna Ella og Guðlaugur veita persónulega þjónustu, sérsniðna að hverjum og einum. Þau búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á mannauðsmálum, beita viðurkenndum aðferðum og gefa sig 100% í hvert verkefni. Ég mæli eindregið með Hugtaki."

Ingibjörg K. Halldórsdóttir, Framkvæmdarstjóri Skautahallarinnar

 

 

Ég hef nýtt mér sérþekkingu Hugtaks í bráðum þrjú ár. Fyrirtækið hefur séð um ráðningar, samningagerð, starfsmannaviðtöl, ferlagreiningar og ferlaleiðréttingar og ýmislegt fleira.

Reynar D Ottósson
Verkefnastjóri.
Straumhvarf hf

 

Úr ýmsum áttum...

"Takk fyrir hjálpina, það var frábært að koma á námskeiðið til ykkar og yndislegt að fá þessa eftirfylgni"

"Takk fyrir góða hjálp og stuðning á erfiðum tíma, ég verð ævinlega þakklát"

"Mig langar að þakka ykkur fyrir góða og gagnlega kynningu í gær –ég held að þið séuð að gera mjög góða hluti :). Örugglega gaman í vinnunni hjá ykkur :)

Ég er rosalega ánægð með „xxxx“ og hún er að standa sig vel. Hún er spennt að byrja á morgun í nýja starfinu og fannst ykkar aðstoð alveg ómissandi í þessu ferli.

You rock......

 

 

 

logo

Hugtak og VIRK í samstarfi

Úrræðið: Í starf á ný

Hugtak Mannauðsráðgjöf og VIRK starfsendurhæfingarsjóður eru í samstarfi er varðar atvinnuleitarráðgjöf til einstaklinga sem eru að ljúka sinni starfsendurhæfingu og hefja endurkomu sína út á vinnumarkað. Samstarfið hófst haustið 2012 og hefur gengið vonum framar. Fólk hefur fengið góðan stuðning og aðstoð í sinni endurkomu á vinnumarkað og gengið vel að komast í starf á ný. 

Frekari upplýsingar um úrræðið

logo

Hugtak og VIRK í auknu samstarfi

Úrræðið: Vinnutengd heilsa

Hugtak Mannauðsráðgjöf og VIRK starfsendurhæfingarsjóður eru í samstarfi er varðar fræðslu og ráðgjöf til einstaklinga sem eru að komnir langt í sinni endurhæfingu.  Um er að ræða nýtt úrræði fyrir aðila sem njóta þjónustu frá VIRK sem hóf göngu sína nú sumarið 2015 og hefur reynst afar hjálplegt þeim sem hafa lent í erfiðum vinnutengdum aðstæðum á vinnumarkaði. 

Frekari upplýsingar um úrræðið

Viðskiptavinir okkar

Ráðgjafar Hugtaks hafa starfað náið með fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum undanfarin ár og hafa viðskiptavinir verið mjög ánægðir með þá þjónustu sem þeir hafa fengið og allflestir leitað aftur til okkar og þannig stuðlað að auknu og nánara samstarfi. 

Hér eru dæmi um viðskiptavini okkar: 

 

mnylogo

12

 Þjónustan sem við höfum veitt viðskiptavinum okkar er fjölbreytt. Um er að ræða stjórnendaeflingu, fræðsluátök, vinnusmiðjur, persónuleg ráðgjöf, eineltismál, heilsuefling, ferlagreiningar, hönnun starfsmannavalskerfa, ráðningar, starfsgreiningar, frammistöðumat, aukning öryggishátta, innleiðing mælinga, aukning framleiðni, stýringu rýnihópa, þróun launakerfa, hönnun móttöku nýliða, innleiðing nýrra starfshátta, gerð söluhandrita og annarra verkfæra, þróun þjónustuleiða, samningagerð, starfþróunaráætlanir og margt fleira....

Hugtak aðstoðar stjórnendur fyrirtækja í að virkja starfsfólk til að ná meiri árangri og auka starfsánægju. 

Lesa meira um fyrirtækið