Forsíða

Vinnutengd heilsa

Hugtak mannauðsráðgjöf og VIRK starfsendurhæfingarsjóður hafa víkkað út samstarf sitt með því að bjóða upp á aukna þjónustu við þá aðila sem njóta þjónustu VIRK. 

 

Um er að ræða nýtt námskeið sem kallast Vinnutengd heilsa. Á þessu námskeiði lærir fólk að takast á við það að hafa lent í hugsanlegri kulnun í starfi, erfiðri reynslu og/eða erfiðum vinnutengdum aðstæðum. Þátttakendur læra leiðir til þess að sætta sig við það sem liðið er og leita leiða til virkni á ný.

 
Fyrir hverja er námskeiðið? Fólk sem hefur lent í vinnutengdum erfiðleikum er varðar erfið samskipti, álag og streitu, einelti eða annarskonar áreitni á vinnustað. Námskeiðið er kennt í litlum hópum eða 5-8 manns í hverjum hópi. 
Fyrirkomulag: Um er að ræða 3x3 klst. 
Leiðbeinandi:  Jóhanna Ella Jónsdóttir sálfræðingur og mannauðsráðgjafi.
Staður: Hlíðasmári 6, 2.hæð. 
Innifalið: Fyrirlestrar, kaffi og meðlæti, verkefnahefti og yfirferð verkefna. 
 
Dagsetningar næstu námskeiða
September
Fyrirhugað er að námskeiðið hefjist þann 19.septemer 2016
Október
Fyrirhugað er að námskeiðið hefjist þann 10. október 2016
Nóvember
Fyrirhugað er að námskeiðið hefjist þann 7.nóvember 2016
Desember 
Fyrirhugað er að námskeiðið hefjist þann 12.desember 2016
 
Nánari dagsetningar eru kynntar síðar - endilega sendið fyrirspurnir á johanna.ella(hjá)hugtak.is

Viðskiptavinir okkar

Ráðgjafar Hugtaks hafa starfað náið með fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum undanfarin ár og hafa viðskiptavinir verið mjög ánægðir með þá þjónustu sem þeir hafa fengið og allflestir leitað aftur til okkar og þannig stuðlað að auknu og nánara samstarfi. 

Hér eru dæmi um viðskiptavini okkar: 

 mynd 1

mynd 2

mynd 3

mynd 4

mynd 5

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira um fyrirtækið