Forsíða

Vinnutengd heilsa

Hugtak mannauðsráðgjöf og VIRK starfsendurhæfingarsjóður hafa víkkað út samstarf sitt með því að bjóða upp á aukna þjónustu við þá aðila sem njóta þjónustu VIRK. 

 

Um er að ræða nýtt námskeið sem kallast Vinnutengd heilsa. Á þessu námskeiði lærir fólk að takast á við það að hafa lent í hugsanlegri kulnun í starfi, erfiðri reynslu og/eða erfiðum vinnutengdum aðstæðum. Þátttakendur læra leiðir til þess að sætta sig við það sem liðið er og leita leiða til virkni á ný.

 
Fyrir hverja er námskeiðið? Fólk sem hefur lent í vinnutengdum erfiðleikum er varðar erfið samskipti, álag og streitu, einelti eða annarskonar áreitni á vinnustað. Námskeiðið er kennt í litlum hópum eða 5-8 manns í hverjum hópi. 
Fyrirkomulag: Um er að ræða 3x3 klst. 
Leiðbeinandi:  Jóhanna Ella Jónsdóttir sálfræðingur og mannauðsráðgjafi.
Staður: Hlíðasmári 6, 2.hæð. 
Innifalið: Fyrirlestrar, kaffi og meðlæti, verkefnahefti og yfirferð verkefna. 
 
Dagsetningar næstu námskeiða
September
Fyrirhugað er að námskeiðið hefjist þann 19.septemer 2016
Október
Fyrirhugað er að námskeiðið hefjist þann 10. október 2016
Nóvember
Fyrirhugað er að námskeiðið hefjist þann 7.nóvember 2016
Desember 
Fyrirhugað er að námskeiðið hefjist þann 12.desember 2016
 
Nánari dagsetningar eru kynntar síðar - endilega sendið fyrirspurnir á johanna.ella(hjá)hugtak.is

logo

Hugtak og VIRK í samstarfi

Úrræðið: Í starf á ný

Hugtak Mannauðsráðgjöf og VIRK starfsendurhæfingarsjóður eru í samstarfi er varðar atvinnuleitarráðgjöf til einstaklinga sem eru að ljúka sinni starfsendurhæfingu og hefja endurkomu sína út á vinnumarkað. Samstarfið hófst haustið 2012 og hefur gengið vonum framar. Fólk hefur fengið góðan stuðning og aðstoð í sinni endurkomu á vinnumarkað og gengið vel að komast í starf á ný. 

Frekari upplýsingar um úrræðið

logo

Hugtak og VIRK í auknu samstarfi

Úrræðið: Vinnutengd heilsa

Hugtak Mannauðsráðgjöf og VIRK starfsendurhæfingarsjóður eru í samstarfi er varðar fræðslu og ráðgjöf til einstaklinga sem eru að komnir langt í sinni endurhæfingu.  Um er að ræða nýtt úrræði fyrir aðila sem njóta þjónustu frá VIRK sem hóf göngu sína nú sumarið 2015 og hefur reynst afar hjálplegt þeim sem hafa lent í erfiðum vinnutengdum aðstæðum á vinnumarkaði. 

Frekari upplýsingar um úrræðið

Viðskiptavinir okkar

Ráðgjafar Hugtaks hafa starfað náið með fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum undanfarin ár og hafa viðskiptavinir verið mjög ánægðir með þá þjónustu sem þeir hafa fengið og allflestir leitað aftur til okkar og þannig stuðlað að auknu og nánara samstarfi. 

Hér eru dæmi um viðskiptavini okkar: 

 

mnylogo

12

 Þjónustan sem við höfum veitt viðskiptavinum okkar er fjölbreytt. Um er að ræða stjórnendaeflingu, fræðsluátök, vinnusmiðjur, persónuleg ráðgjöf, eineltismál, heilsuefling, ferlagreiningar, hönnun starfsmannavalskerfa, ráðningar, starfsgreiningar, frammistöðumat, aukning öryggishátta, innleiðing mælinga, aukning framleiðni, stýringu rýnihópa, þróun launakerfa, hönnun móttöku nýliða, innleiðing nýrra starfshátta, gerð söluhandrita og annarra verkfæra, þróun þjónustuleiða, samningagerð, starfþróunaráætlanir og margt fleira....

Hugtak aðstoðar stjórnendur fyrirtækja í að virkja starfsfólk til að ná meiri árangri og auka starfsánægju. 

Lesa meira um fyrirtækið