Tímastjórnun og skipulag

Vinnustreitustuðull

OSI Occupational Stress Index eftir Karen Belkic, MD

Vinnustreitustuðullinn er matstæki sem mælir vinnutengda streitu starfsmanna. Upplifuð streita og raunverulegra aðstæðna sem skapa streituvekjandi viðbrögð eru greind með þessu mælitæki. Vinnutengd streita getur haft margvíslegar afleiðingar fyrir bæði starfsmanninn og fyrirtækið allt frá fjarvistum til þekktra sjúkdóma. Slíkt hefur í för með sér mikla vanlíðan og lífsgæðaskerðinu fyrir starfsmanninn og kostnað fyrir fyrirtækið.

 

Mikilvægt er að greina streitu í vinnutengdum aðstæðum til þess að geta brugðist við bæði með því að bæta starfsumhverfið sjálft, kröfur starfsins sem og aðstoða starfsmann við streitustjórnun og álagstjórnun.


Belkic, K.  The Occupational Stress Index: An Approach Derived from
Cognitive Ergonomics and Brain Research for Clinical Practice, Cambridge
International Science Publishing, Cambridge, 2003.
http://www.cisp-publishing.com