Greinar

Vísindin

Af hverju gerir fólk það sem það gerir?

Vísindi hegðunar, betur þekkt sem atferlisgreining, sýna fram á að mannleg hegðun stjórnast af afleiðingum hennar. Fólk gerir það sem það gerir vegna afleiðingum þeirrar hegðunar sem það sýnir.

Aukinn skilningur á áhrifum afleiðinga gerir stjórnendum kleift að spá fyrir um og hafa jákvæð áhrif á hegðun til að auka árangur og frammistöðu síns fyrirtækis. Aðferðir Hugtakst eiga rætur sínar að tekja til raunprófaðra hagnýtra aðferða atferlisgreiningar.

Við getum aðstoðað  við að hagnýta lögmál hegðunar þ.e. þá þekkingu sem hefur komið til vegna rannókna yfir næstum heila öld. Þessi þekking hefur tilkomið vegna vísindalegra aðferða sem eru þær sömu og í raunvísindum þ.e. skýrar skilgreiningar þeirra hegðunar sem verið er að rannsaka, tilraunum og sífelldum endurtekningum á vísindlegum niðurstöðum rannsókna. Tímarnir breytast, fólkið breytist en þau lögmál sem stjórna hegðun breytast ekki.

Þú þarft ekki að vera vísindamaður til að nýta þér vísindi hegðunar í þínu fyrirtæki. Ráðgjafar Hugtaks skila þessari þekkingu til stjórnenda á mannamáli á þann hátt að hægt er að nýta sér þekkinguna innan fyrirtækja til að auka frammistöðu og bæta ferla.

Frekari upplýsingar og fræðslu um vísindin eru að finna hjá:

Association for Behavior Analysis International (ABAI). Þar sem er að finna yfir  5,500 meðlimi frá fjöldamörgum löndum og er um að ræða félagasamtök sem eru rekin án hagnaðar og er markmið samtakanna að auka, bæta og styðja við vöxt atferlisgreiningar sem hagnýt vísindi í gegnum rannsóknir, fræðslu og faglegt starf.

The Cambridge Center for Behavioral Studies (CCBS) einnig fræðslusamtök sem snúa að almenningi og stuðla að auka vísindilegar ransnóknir á hegðun og hagnýtingu þeirra til að leysa ýmist vandamál.

ID-10079932