Greinar

Álags- og streitukönnun

 Hefur fyrirtækið þitt kannað vinnutengda streitu starfsmanna nýlega?

Við bjóðum upp á slíkar mælingar með notkun OSI eða The Occupational Stress Index


Hugtak hefur fengið leyfi til að nota mælitækið sem þróað hefur verið af fagfólki til þess að greina vinnutengda streitu starfsfólks út frá þeim áhættuþáttum sem greindir hafa verið í rannsóknum á vinnustreitu.

Andleg vellíðan í vinnuumhverfinu·er háð því að fólk sé ánægt og sælt í vinnunni, að það upplifi ekki streitu og vanlíðan vegna verkefna starfsins, krafna þess eða annarra þátta í vinnuumhverfinu sem gætu haft streituvaldandi áhrif.


Streita getur verið·hugræn, líkamleg og tilfinningaleg. Streita getur verið aðstæðubundin og háð ákveðnum þáttum starfsins og eru þeir þættir margvíslegir. Áhrif streitu eru til að mynda

  • andleg vanlíðan
  • kvíði
  • þreyta
  • svefnvandi
  • ýmsir líkamlegir kvillar eins og verkir og vöðvabólga.

 

Streita hefur óneitanlega áhrif á vinnutengda hegðun starfsmanna og getur leitt til

  • vinnuleiða,
  • aukinna fjarvista,
  • aukinna veikindaga,
  • dregið úr skilvirkni, framleiðni og sköpunargleði.
  • leitt til kulnunar í starfi

 

Á sama tíma sparar fyrirtækið sér þann kostnað sem felst í því að vinnustreita hamli starf starfsmanna og leiði til aukinna fjarvista og starfsmenn upplifa þá mun betra vinnuumhverfi eru ánægðari í starfi og hafa lært nýjar leiðir til að takast á við álag og streitu í starfi sínu. 

Streita

Við bjóðum upp áhættumat, íhlutun, þjálfun,ráðgjöf og eftirfylgni. Veitir það fyrirtækjum kost á að bæta andlega heilsu starfsmanna sinna með því að aðlaga vinnuumhverfi og kröfur starfsins eftir því sem við á sem og veita starfsmönnum ráðgjöf og þjálfun í álags- og streitustjórnun.

Ef þú vilt frekari upplýsingar um þjónustu okkar sendu póst á netfangið· This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.