Greinar

Þjónustukannanir

 

Rannsóknir hafa sýnt fram á að fyrirtæki sem hafa þarfir viðskiptavina í brennidepli sýna fram á betri árangur en önnur. Ánægðir viðskiptavinir eru verðugt markmið þar sem þeir eru líklegri til að halda tryggð við fyrirtækið á meðan að óánægðir viðskiptavinir láta sér ekki nægja að hætta viðskiptum við fyrirtækið heldur eru einnig líklegir til að hvetja aðra til þess líka. Með framkvæmd þjónustukönnunar má finna út þá veikleika sem eru til staðar ásamt því að greina styrkleika, sem er ekki síður mikilvægt.

Hver er ávinningur þjónustukannana?

 

kanna

Þjónustukannanir okkar eru sérsniðnar hverju sinni að því fyrirtæki sem um ræðir, þar sem við sjáum um gerð könnunar, fyrirlögn og úrvinnslu og í framhaldi eru niðurstöður kynntar fyrirtæki ásamt því að ítarlegri skýrslu er skilað.

 

Ef þú vilt frekari upplýsingar um þjónustukannanir okkar getur þú sent póst á netfangið gudlaugur(hja)hugtak.is eða hringt í síma 571-5000.