Greinar

Viðhorfskannanir

 

Ímynd er ein af verðmætustu auðlindum fyrirtækja. Viðhorf til vörumerkja og fyrirtækja hafa mikil áhrif á kauphegðun og er því mikilvægt að byggja upp trausta og jákvæða ímynd. Viðhorf eru byggð upp á mörgum þáttum, viðskiptavinir byggja viðhorf sitt að miklu leyti á fyrri reynslu í samskiptum sínum við fyrirtækið á meðan almenningur myndar sér skoðun á fyrirtæki út frá þeim skilaboðum sem birtast í allri umfjöllum um fyrirtækið og vöruna. Ímynd telst því vera óáþreifanleg auðlind og því getur reynst erfitt að leggja mat á hversu jákvæð eða neikæð viðhorf eru til fyrirtækisins og hvort munur mælist á milli einstakra þátta.

Markmiðið með viðhorfskönnun er að finna út hvort að samhljómur sé á milli viðhorfa í garð fyrirtækisins og þeirrar ímyndar sem fyrirtækið vill sýna út á við.


Með viðhorfskönnun má meðal annars finna svör við eftirfarandi spurningum:

  • Endurspegla viðhorf viðskiptavina fyrirtækisins þá ímynd sem fyrirtækið vill hafa?
  • Endurspeglar viðhorf annarra en viðskiptavina þá ímynd sem fyrirtækið vill hafa?
  • Eru viðhorf jákvæðari eða neikvæðari gagnvart einstökum vörum eða þjónustuþáttum?
  • Hver er staða fyrirtækisins gagnvart öðrum á markaði?

 

kannannir

Ráðgjafar Hugtaks hafa greinagóða þekkingu og mikla reynslu á hönnun viðhorfskannana og skila af sér ítarlegri og góðri skýrslu með viðeigandi ráðgjöf í lok ferlisins.

 

Ef þú vilt frekari upplýsingar um viðhorfskannanir okkar getur þú sent póst á netfangið gudlaugur(hja)hugtak.is eða í síma 571-5000.