Greinar

Starfsmannakannanir

Mikilvægt er að taka reglulega púlsinn á mannauð fyrirtækisins þ.e. starfsfólkinu sjálfu til að koma auga á hvað mætti betur fara hvort sem það á við um líðan starfsfólks, upplifun á vinnustað, verkferlum, boðleiðum, almennum samskiptum eða öðru. Allt skiptir þetta máli fyrir afkomu og hag fyrirtækisins því það er fyrirtækinu í hag að starfsfólki líði vel í vinnunni, að það vinni vinnuna sína eins vel og hægt er og að boðleiðir og verkferlar innan fyrirtækisins séu skýrir.

Það gefur auga leið að starfsmannakönnun kemur sér vel og ætti reglulega að taka púlsinn á starfsmönnun svo hægt sé að bregðast tímanlega sé þess þörf. Slíkar kannanir eru fljótlegar og hagnýtar og gefa góðar niðurstöður.

Hugtak býður upp á rafrænar kannanir sem og á pappír. Niðurstöðum er skilað í ítarlegri skýrslu með tillögum um úrbætur og eru niðurstöður afhentar og ræddar á skilafundi með stjórnendum.

Hönnun slíkra kannana er miðuð út frá því fyrirtæki sem við á. Við sníðum stakk eftir vexti að hverju sinni þó svo við höfum viðamikinn grunn gagnlegra spurninga sem hægt er að styðjast við.

employee-satisfaction-survey-vendor-ny

Pantaðu þarfagreiningarfund og kannaðu málið hjá gudlaugur(hjá)hugtak.is eða í síma 571-5000