Greinar

Vinnustaðagreining

Tilgangur vinnustaðagreiningar er kanna stöðu innra starfs fyrirtækisins og upplifun starfsmanna á vinnustað sínum, álagi,  yfirmönnum, boðleiðum og öðrum mikilvægum hlutum sem snúa að innri ferlum fyrirtækisins. Vinnustaðagreiningar taka mið af starfsánægju, starfsanda, markmiðum, streitu og vinnuálagi, vinnuaðstöðu, trausti til stjórnenda og yfirmanna, þekkingu á stefnu og markmiðum fyrirtækisins, endurgjöf og hvatningu svo eitthvað sé nefnt.

Vinnustaðagreining eru kjörið tækifæri fyrir starfsmenn að fá að viðra skoðanir sínar og fyrir stjórnendur að bregðast við þeim.

Hægt er að gera vinnustaðagreiningar rafrænt með gerð ítarlegum spurningalista sem starfsmenn svara rafrænt og nafnlaust. Slík leið er einföld og hagnýt.

Við hjá Hugtaki gerum slíkar greiningar og fylgjum þeim eftir með ráðgjöf og inngripum eftir því sem þarf. Við sýnum fram á mælanlegan árangur og skilum ítarlegri greinagerð og leiðbeiningum eftir greiningu.


Vinnustaðagreining er mjög góð leið fyrir fyritæki til að gera sér grein fyrir stöðu sinni og starfsmanna sinna og gerir stjórnendum kleift bregðast við vanda á áhrifaríkan hátt. Ávinningur slíkra greininga er augljós

    • Samanburður innra starfs og upplifun starfsmanna frá ári til árs
    • Samanburður við önnur fyrirtæki
    • Leiðir að úrbótum
    • Vísir að því sem er gott og gengur vel
 
Þeir þættir og þau atriði sem könnuð eru með slíkum greiningum eiga stóran þátt í að fyrirtæki dafni vel og sýni góða frammistöðu í heild. Er því mjög mikilvægt að taka stöðuna reglulega og bregðast við því sem betur má fara með reglulegum hætti.
shutterstock 149250512

Ef þú vilt frekari upplýsingar um þjónustu okkar varðandi vinnustaðagreiningar etur þú sent okkur tölvupóst á netfangið gudlaugur(hja)hugtak.is eða í síma 571-5000.