Greinar

Áhættumat

 

Hefur verið gert áhættumat á þínum vinnustað?

Samkvæmt vinnuverndarlögum (sjá hér) ber stjórnendum að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi. Meðal annars með því að gera áhættumat innan vinnustaða sem tekur mið af sálfélagslegum áhættuþáttum. Einnig er kveðið á um að móta ákveðna verklferla og reglur um það hvernig skal haga forvörnum, úrræðum og viðbrögðum ef upp koma vandamál. Hluti af því starfi er að veita viðeigandi fræðslu.

Vinnueftirlitið hefur viðurkennt Hugtak sem Þjónustuaðila með áherslu á andlega og félagslega áhættuþætti á vinnustöðum

 

Marskonar áhrifaþættir geta haft slæmar afleiðingar í för með sér og leitt til vanlíðan, óvissu eða ótta hjá starfsmönnum. Eins og til að mynda

 

 • miklar breytingar innan fyrirtækja
 • samrunar
 • eineltismál og samskiptavandi
 • eðli verkefna (fábreytt eða of erfið/krefjandi)
 • hætta í starfi - streituvaldandi aðstæður
 • einhæft vinnuumhverfi
 • og ýmiskonar áföll tengd starfi.

 

Þjónusta Hugtaks felst meðal annars í því að:

 • Gera eða aðstoða við að gera áhættumat fyrir vinnustaði
 • Veita ráðgjöf er varðar ýmis vandamál er koma upp
 • Aðtoða við: forvarnarstarf, gerð viðbragðsáætlana og gerð verkferla og reglna er snúa að sálfélagslegum áhættuþáttum

 

Einnig býður hugtak upp á fræðslu bæði fyrir stjórnendur sem og aðra starfsmenn.

 • Breytingastjórnun
 • Samskiptavandi
 • Áfallahjálp
 • Einelti á vinnustað
 • Álags - og streitustjórnun
 • Svo eitthvað sé nefnt.

ID-10032697_1

Nánari upplýsingar um þessa þjónustu veitir Jóhanna Ella í johanna.ella(hja)hugtak.is