Fræðsla

 

Hugtak býður upp á margar leiðir til að auka þekkingu innan fyrirtækja. Við erum að sjálfsögðu með marga tilbúna fyrirlestra og námskeið/vinnusmiðjur en það er að engu leiti tæmandi listi undir þessum þjónustulið.

 

Við bjóðum bæði upp á fjölbreytta fræðslu fyrir starfsmenn og til eru fjölmargir fyrirlestrar fyrir vinnustaði sem hafa vakið mikla lukku hjá viðskiptavinum okkar. Viðskiptavinir okkar eru margir og fjölbreyttir (sjá hér dæmi um viðskiptavini okkar)

 

Meðal þeirra verkefna sem við höfum komið að er stjórnendafræðsla, andlegt öryggi og samskipti á vinnustað hjá Reykjavíkurborg, ágreiningur, samskipti og sáttamiðlun hjá öllum embættum lögreglunnar og einnig höfum við verið með fræðslu um einelti á fjölmörgum stofnunum og vinnustöðum um land allt.

 

Við sníðum ávallt stakk eftir vexti og bjóðum upp á þá þjónustu sem viðskiptavinir okkar óska eftir. Ef fyrirtækið ykkar þarf eitthvað ákveðið eða er með fyrirfram mótaðar hugmyndir þá verðum við þeirri beiðni.

 

Við erum því með þjónustuleið er kallast Fræðsla og með henni bjóðum við upp á fræðslu til fyrirtækja, stofnana eða samtaka. Við getum komið með fyrirlestur, vinnusmiðju, námskeið eða þjálfun á ákveðnu sviði sem fellur innan sérþekkingu okkar.


 

Hér er hægt að fá okkur  inn í klukkutíma fyrirlestur eða margra vikna þjálfunarverkefni og allt þar á milli.  Einnig bjóðum við upp á þjónustusamninga þar sem við sjáum um ákveðna fræðslu eða þjálfun fyrir hönd fyrirtækisins að öllu leiti.

Við höfum mikla reynslu í kennslu og þjálfun og bjóðum upp á innleiðingu þekkingar inn í þitt fyrirtæki eftir þörfum.

Radgjof

Endilega kynnið ykkur málið í síma 571-5000 eða hjá This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Við hlökkum til að heyra frá ykkur.