Greinar

Frammistöðumat

Ráðgjafar Hugtaks bjóða upp á sannreyndar og góðar aðferðir við gerð frammistöðumats sem eiga við alla starfsmenn fyrirtækja sama hvaða stöðu þeir gegna. Þær aðferðir sem við notum við gerð frammistöðumats hafa sýnt fram á að hægt er að ná fram hámarks frammistöðu starfsmanna með hönnun viðeigandi hvatningarleiða/kerfa útfrá slíku mati
Greindir eru mögulegir umhverfisþættir sem gætu haft hamlandi áhrif á frammistöðu starfsmannsins/starfsmannanna og athugað hvaða þættir viðhalda æskilegri og óæskilegri vinnuhegðun. Með notkun frammistöðugátlistans, pic/nic greiningum auk annarra verkfæra er hægt að hámarka frammistöðu starfsmanna með mælanlegum hætti. Hönnuð eru frammistöðumatskerfi þar sem auðvelt er að tengja frammistöðu við árangur.
Samhliða greiningunni eru fundin frammstöðuviðmið og sett frammistöðumarkmið og skilgreindar eru eiðir til að ná þeim.
Auðveldar þetta bæði starfsfólki og stjórnendum að ná sameiginlegum árangri í starfi sem aftur bætir hag fyrirtækisins.

 

Gátlisti Frammistöðumats er mjög nytsamlegt tól til að greina frammistöðuvanda og hanna inngrip útfrá. Mikilvægt er að kanna vinnuumhverfið og starfsmanninn í ákveðnu samhengi og veitir þetta verkfæri þann möguleika.

Uppbygging atriða í Gátlistanum byggir á niðurstöðum rannsókna og hafa þessi atriði og listar verið mikið notaðir í fyrirtækjaráðgjöf í Bandaríkjunum. Ráðgjafar Hugtaks hafa fengið þjálfun í notkun þessara atriða og hafa notast mikið við þetta frábæra verkfæri í allri sinni ráðgjöf. 

 

Gátlistinn er notaður við:

  • Þegar frammistöðuvandi er greindur
  • Þegar gert er frammistöðumat/árangursmat
  • Þegar gerð er starfsgreining
  • Þegar hönnuð eru inngrip hvað varðar mannauðsmál
  • Þegar gerð er gæðahandbók
  • Þegar hönnuð eru hvatakerfi
  • Samhliða afleiðingagreiningum
  • Þegar gerð er þarfagreining fyrir þjálfun starfsmanna

 

ID-10087040

(Gátlistinn er byggður á Performance Diagnostic Checklist og The Human Performance System)